„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Verið er að breyta hluta húsnæðisins í íbúðarhúsnæði sem Reykjavíkurborg ...
Verið er að breyta hluta húsnæðisins í íbúðarhúsnæði sem Reykjavíkurborg hefur gert kaupsamning um kaup á. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.

Í síðustu viku setti eftirlitið bann við vinnu á byggingarvinnustað við Grensásveg 12, en við eftirlitsheimsókn kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var það mat eftirlitsins að lífi og heilsu starfsmanna væri hætta búin á vinnustaðnum. Þá hafði Vinnueftirlitinu ekki verið tilkynnt um verkið, sem er grundvallaratriði þegar unnið er að byggingu stærri mannvirkja. Fyrir vikið hefur eftirlitið ekki fullnægjandi upplýsingar um verktaka og verkkaupa sem að verkinu standa.

Áður en vinna var alfarið bönnuð hafði verktakanum á staðnum, Úr verktakar ehf., verið afhent skýrsla eftirlitsmanns og fyrirmæli um úrbætur. Var honum gert ljóst að gripið yrði til aðgerða ef ekki yrði brugðist við þeim.

Björn segir að við endurmat hafi komið í ljós að nánast ekkert hafi verið gert til að bæta úr ástandinu, fyrir utan að salernið hafði verið byrgt með einhverjum hætti, en það hafði verið án hurðar.

Grensásvegur 12 er atvinnuhúsnæði sem verið er að breyta að hluta til í íbúðarhúsnæði og hefur Reykjavíkurborg gert kaupsamning um kaup á 24 íbúðum í húsinu. Til stendur að þær verði afhentar borginni 1. apríl 2018. Verða þær svo leigðar til umsækjenda hjá Félagsbústöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verða íbúðirnar greiddar við afhendingu og hefur borgin því enga aðkomu að verkefninu.

Mjög víðtækt brot

Björn segir brotið á umræddum byggingarstað vera mjög víðtækt. „Það er heilstætt verið að brjóta á löggjöfinni. Það er ekki verið að tilkynna okkur um verkið, það er enginn samræmingaraðili og öryggið og aðbúnaðurinn er ekki í lagi, þannig þetta er mjög víðtækt brot.“

Hann segir að þegar margir undirverktakar starfi á saman á hættulegum vinnustað, eins og þarna sé væntanlega raunin, og enginn samræmingaraðili sé til staðar þá sé það eitt og sér hættulegt.

„Það er grundvallaratriði að fá tilkynningu um verkið. Ef við fáum hana ekki þá vitum við til dæmis ekki hver verkkaupi er, en hann getur borið ábyrgð undir vissum kringumstæðum. Við vitum ekki hver er aðalverktaki og hverjir eru undirverktakar. Við vitum í sjálfum sér ekki neitt, þannig að það er mjög alvarlegt brot að tilkynna ekki Vinnueftirlitinu um mannvirkjagerð sem er yfir vissri stærð.“

Oft um einbeittan brotavilja að ræða 

Björn segir of algengt Vinnueftirlitinu sé ekki tilkynnt um slík verk áður en ráðist er í þau. Til standi hins vegar að taka harðar á þannig brotum. „Það er oft sem þetta virðist vera beinn brotavilji. Menn eru bara að hunsa þessar reglur.“ Hann segir marga eingöngu hugsa um skammtímagróða frekar en heildarmyndina. Það græði til dæmis enginn á því að valda vinnuslysi eða heilsubresti á vinnustað.

„Við erum byrjuð að eiga við frekar erfið fyrirtæki þar sem um er að ræða vísvitandi brotastarfsemi. Það má segja að það sé í viðskiptamódelinu að fara ekki eftir reglunum. Við erum að sjá harðari heim,“ segir Björn. Hann tekur þó fram að hann viti ekki hvernig þessu er háttað hjá verktakanum á Grensásvegi 12, enda hefur Vinnueftirlitið ekki fullnægjandi upplýsingar um verkið sem þar er í gangi eða hver ber ábyrgð á því.

„Svo má ekki gleyma því að ef það er brotið á vinnuverndarlöggjöfinni þá er oft brotið á öðrum löggjöfum líka. Kannski ekki verið að greiða fólki eftir kjarasamningum eða eitthvað slíkt.“

Starfsfólkið fær oft ekkert að vita

Hvað Grensásveg 12 varðar er það nú ábyrgðaraðila verksins, aðalverktaka eða verkkaupa, að bregðast við og bæta úr því sem Vinnueftirlitið gerir athugasemdir við til að hægt sé að halda áfram með byggingarframkvæmdirnar.

Björn segir reynt að fylgjast með því eftir fremsta megni að vinnubanninu sé hlýtt og í samræmi við nýja upplýsingastefnu er tilkynnt um bannið á heimasíðu Vinnueftirlitsins. „Tilgangurinn er að fólk sé meðvitað um þetta. Bæði fólkið í kring og starfsmennirnir sjálfir. Oft er þeim ekkert sagt frá.“

mbl.is

Innlent »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, , styttur, postulín B&G borð-búnaður, jóla- og mæðr...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...