„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor.
Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor. mbl.is/RAX

„Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“

Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is, inntur eftir viðbrögðum við dómi Mannréttindadómstólsins í morgun í máli Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna málshöfðunar þess gegn honum fyrir landsdómi og niðurstöðu dómsins í framhaldinu. Mannréttindadómstóllinn sýknaði ríkið af kærunni.

„Dómurinn gerir ráð fyrir því að Geir sé ekki þolandi mögulegs brots á ákvæðum Mannréttindasáttmálans nema varðandi ákæruliðinn sem lýtur að því að hann hafi ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni. Það gerir það að verkum að að svo miklu leyti sem það kunna að hafa verið brotin á honum einhver réttindi, þá sérstaklega samkvæmt 6. grein sáttmálans um réttláta málsmeðferð, þá skipti það ekki máli hvað varðar aðra ákæruliði sem annaðhvort var vísað frá eða hann sýknaður,“ segir Davíð Þór.

Með öðrum orðum sé Geir ekki talinn þolandi brots vegna annarra ákæruliða af þessum sökum. Þegar Mannréttindadómstóllinn taki málið til skoðunar þá afmarkist það eingöngu við þennan ákærulið sem sakfellt hafi verið fyrir og málsmeðferðina vegna hans. 

Ekki dómstólsins að túlka stjórnarskrána upp á nýtt

„Þegar búið er að draga málið svona mikið saman þá verður niðurstaðan sú að ekki sé um að ræða brot á 6. grein. Hvorki er varðar meðferð málsins áður en það kom í landsdóm né heldur fyrir landsdómi. Að svo miklu leyti sem málsmeðferðin kann að hafa verið aðfinnsluverð áður en málið kom til landsdóms þá var bætt úr þeim ágöllum í meðferð málsins fyrir landsdómi,“ segir Davíð Þór enn fremur.

Varðandi það atriði að landsdómur hafi ekki getað talist óvilhallur þá sé þeim röksemdum hafnað með hliðstæðum rökum í svonefndu Hansen-máli í Danmörku. „Þá stæði eftir þetta atriði varðandi 17. grein stjórnarskrárinnar. Þar er umkvörtunarefnið það að ekki sé um að ræða nægjanlega gilda refsiheimild samkvæmt 7. greininni. Það sé sem sagt ekki hægt að refsa fólki nema það sé gild heimild í landslögum til þess.“

Dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að um gilda refsiheimild sé að ræða og það sé í rauninni íslenskra dómstóla að túlka hana og ekki hlutverk hans að túlka hana upp á nýtt. Túlkun landsdóms á þessu ákvæði í þessu tilviki hafi verið alveg í samræmi við orðalag ákvæðisins og hafi því ekki þurft að koma sérstaklega á óvart. Það sé kannski kjarninn í röksemdafærslu dómstólsins hvað varði þetta atriði.

„Fyrir vikið er íslenska ríkið líka sýknað af þessum lið í kæru Geirs til dómstólsins. Dómurinn er annars auðvitað mjög langur og þar eru athugasemdir sem eftir atvikum má skilja þannig að menn hafi ekki endilega verið fyllilega sáttir við þetta ferli allt saman,“ segir Davíð Þór. Þannig hafi kæra Geirs í raun snúið að atriðum sem landsdómur hefði í raun verið búinn að kippa í lag. Það er ein leið til að orða þetta.“

Ekki talið pólitískt „að því marki að það hafi skipt máli“

Davíð Þór segir að ef Mannréttindadómstóllinn hefði fjallað um málið í víðara samhengi hefði dómurinn auðvitað orðið miklu umfangsmeiri en það sé ekki þar með sagt að niðurstaða hefði orðið önnur. Varðandi atkvæðagreiðsluna á Alþingi orði dómstóllinn það svo að hún hafi ekki verið pólitísk að því marki að það hafi skipt máli. Þannig hafi ákæruliðurinn sem sakfellt var fyrir ekki getað átt við aðra en Geir.

„Ef það hefði hins vegar verið dæmt fyrir fleira í landsdómi þá hefði þetta sjónarmið að atkvæðagreiðslan hefði verið pólitísk kannski fengið meira vægi. En þar sem málið skreppur svona mikið saman má segja að ríkið sleppi með þetta. Spurningin um pólitíska eða ekki pólitíska atkvæðagreiðslu verður svolítið málinu óviðkomandi vegna þess að þessi ákæruliður gat aldrei átt við um neinn annan,“ segir Davíð Þór.

Spurður um framhaldið segir Davíð Þór að hægt sé að áfrýja málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Geir geti óskað eftir því en þá leggi nefnd dómara mat á það hvort málið sé þess eðlis að það réttlæti það. Aðeins lítill hluti mála fari þangað. Ekki sé sjálfstæður réttur til að áfrýja. Mál séu einkum valin á grundvelli þess hvort undir séu einhver mikilvæg grundvallaratriði.

„Mér þykir ekkert sérstaklega líklegt að jafnvel þó að látið verði reyna á það að þetta mál verði samþykkt þar. En það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að málið er pólitískt nokkuð veigamikið og þrátt fyrir þessa niðurstöðu þá eru kannski ákveðnir þættir í þessu ferli og kerfi sem við höfum um þetta gagnrýnisverðir. Þannig að það er möguleiki út frá einhverjum slíkum sjónarmiðum að málið yrði samþykkt þarna af yfirdeildinni þó að ég telji það ekki líklegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Ukulele
...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...