Annar mannanna enn í lífshættu

Árásin átti sér stað snemma á sunnudagsmorgni á Austurvelli.
Árásin átti sér stað snemma á sunnudagsmorgni á Austurvelli. mbl.is/Eggert

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli aðfaranótt sunnudags var yfirheyrður vegna málsins í gær. Annar hinna stungnu er enn í lífshættu.

„Hann var yfirheyrður áður en hann var færður fyrir dómara,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn við mbl.is. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, í gæsluvarðhald til 15. desember. Fórnarlömbin eru frá Albaníu.

Ég hef ekkert farið út í hvað hefur farið fram í yfirheyrslum en við erum á þeim stað að það er ekki tímabært,“ segir Grímur.

„Sá sem var meira slasaður er enn þungt haldinn og í lífshættu,“ bætir hann við en hinn maðurinn er útskrifaður. Hann hlaut töluverða áverka en þeir voru ekki lífshættulegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert