Skrifað undir í nótt - verkfalli frestað

Frá samningafundinum sem hófst síðdegis í gær og lauk með …
Frá samningafundinum sem hófst síðdegis í gær og lauk með samningi um fjögurleytið í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu nú klukkan fjögur í nótt kjarasamning í tengslum við deilu Flugvirkjafélagsins og Icelandair. Með þessu er verkfalli flugvirkja, sem staðið hefur yfir frá sunnudagsmorgni, frestað um fjórar vikur. Þetta kemur fram á vefsíðu embættis ríkissáttasemjara.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru næstu skref á hendi samningsaðila, meðal annars að kynna félagsmönnum samningana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert