Tveir 16 ára ökumenn stöðvaðir

mbl.is/Eggert

Höfð voru afskipti af vel á annan tug ökumanna í gærkvöldi og nótt af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum fíknefna, áfengis eða hvors tveggja. Þar á meðal voru tveir sextán ára gamlir ökumenn.

Fyrir utan sextán ára ökumennina tvo reyndust fjórir aðrir án ökuréttinda. Þar af höfðu tveir aldrei öðlast slík réttindi. Haft var samband við Barnavernd vegna sextán ára ökumannanna og voru þeir sóttir á lögreglustöðvar af foreldrum.

Lögreglan hafði einnig afskipti af karlmanni í Hafnarfirði í annarlegu ástandi sem grunaður er um vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum, bruggun áfengis, hótanir og fleira. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslum.

Þá var ölvuð kona handtekin á skemmtistað í Álfheimum í Reykjavík grunuð um líkamsárás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert