Eigandi „HÚH!-sins“ endurskoðar sín mál

Eigandi HÚH!-sins mun ekki aðhafast frekar í málinu og vonar …
Eigandi HÚH!-sins mun ekki aðhafast frekar í málinu og vonar að félag Hugleiks muni halda áfram að njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma. mynd/dagsson.com

Eigandi „HÚH!-sins“ sér eftir að hafa sótt um einkaleyfi á orðmerkinu. Hann segir ólíklegt að fatnaður sem hann hafi verið með í framleiðslu undir merkjum „HÚH!-sins“ muni líta dagsins ljós „í ljósi þess sem undan er gengið.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu Gunnars Þórs Andréssonar sem hann sendi fréttastofu RÚV í dag.

Gunnar Þór sótti um einkaleyfi á „HÚH!“ sumarið 2016 á notk­un þess á fatnað og áfengi.  og bjóst ekki við að umsóknin myndi draga jafn stóran dilk á eftir sér líkt og síðustu dagar hafa sýnt.

Hugleikur Dagsson vakti athygli á því á Facebook fyrir helgi að hann þyrfti að hætta framleiðslu á bol sem hann teiknaði eftir þátttöku Íslands á EM í knattspyrnu sumarið 2016. Á bolnum var að finna orðið HÚ! En Hug­leik­ur seg­ist hafa fengið þær upp­lýs­ing­ar hjá Einka­leyf­a­stofu að HÚH! og HÚ! sé sama orðið. Gunnar Þór setti sig fyrst í sam­band við fyr­ir­tæki Hug­leiks síðasta haust og tjáði for­svars­mönn­um þess að þeim væri ekki heim­ilt að prenta HÚ! á boli nema gegn gjaldi.

Frétt mbl.is: „Dickish behaviour“ að taka þetta

Gunnar Þór segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi einmitt sótt um einkaleyfið á sínum tíma meðal annars til að koma í veg fyrir að lenda í þeirri aðstöðu sem Hugleikur lenti í af hans völdum. Gunnar Þór harmar að Hugleikur hafi ekki haft samband við hann áður en hann fór til fjölmiðla. „Upplifun mín var sú að hann lýsti mér með niðrandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir Gunnar Þór að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti og fengið mörg andstyggileg skilaboð vegna málsins.  „Mér hefur verið hótað, ég er kallaður öllum illum nöfnum og einhverjir hafa séð ástæðu til þess að pósta heimilisfangi mínu og símanúmeri.“

Gunnar Þór ætlar að taka verkefni sitt til endurskoðunar og viðurkennir fúslega að hann sjái eftir því að hafa lagt af stað í þessa vegferð í ljósi þeirrar gagnrýni sem hann hefur fengið. Hann mun ekki aðhafast frekar í málinu og vonar að félag Hugleiks muni halda áfram að njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert