Von á snjókomu í nótt

Svona er veðurspáin klukkan 5 í fyrramálið, sunnudag.
Svona er veðurspáin klukkan 5 í fyrramálið, sunnudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Bakki nálgast landið með lægð úr vestri og frá honum snjóar í nótt norðvestantil, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, einnig á láglendi.

Samkvæmt viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að í fyrramálið verði hríðarmugga á fjallvegunum s.s. Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum og með sunnan og suðvestan 12-15 m/s. Gæti orðið nokkuð blint á þessum fjallvegum fram yfir hádegi, en síðar krapi og hlýnandi veður.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert