2 ár að úrskurða um siglingar á Mývatni

Það tók 2 ár að komast að því að Mývatn …
Það tók 2 ár að komast að því að Mývatn er viðkvæmt verndarsvæði. mbl.is

Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur staðfest niðurstöðu umhverfisstofnunar um að leyfa ekki siglingar með ferðamenn á Mývatni. Rökstuðningur nefndarinnar byggir á mati hennar að Mývatn sé viðkvæmt verndarsvæði, en það hefur tekið 2 ár að komast að þeirri niðurstöðu.

Upphaflega höfðu bændurnir Helgi Héðinsson og Héðinn Sverrisson á Geiteyjarströnd sótt um heimild til umhverfisstofnunar um tilraunasiglingar með ferðamenn á Mývatni til fimm ára. Helgi, sem meðal annars rekur Hótel Dimmuborgir, sagði í samtali við Morgunblaðið árið 2016 að til stæði að nota 20 manna rafmagnsknúinn trébát.

Þessari umsókn var hafnað af umhverfisstofnun 18. maí 2016, megin ástæða þess var sögð að starfsemin gæti haft neikvæð áhrif fuglalíf. Bændurnir kærðu niðurstöðuna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 16. júní sama ár. Grundvöllur kærunnar var meðal annars að þeir töldu að verið væri að skerða eignarrétt þeirra og að fordæmi væru fyrir siglingum á Mývatni í atvinnuskyni.

Úrskurðarnefndin hafnaði kærunni meðal annars á þeim forsendum að Mývatn sé viðkvæmt verndarsvæði og að fordæmin sem kærendur vísuðu til voru komin til ára sinna. Nefndin úrskurðaði um málið á fundi sínum 15. maí síðastliðinn sem þýðir að það hefur tekið hátt í 2 ár að komast að niðurstöðu í því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert