Matsskylduákvörðun liggi fyrir í lok sumars

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi í gær úr gildi ákvörðun …
Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi í gær úr gildi ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um að ekki þyrfti að um­hverf­is­meta hót­elið.

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að hefja undirbúning að töku nýrrar matsskylduákvörðunar vegna hótels Fosshótela við Mývatn samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin mun liggja fyrir í lok sumars. Þetta kemur fram í skriflegu svari Skipulagsstofnunar við fyrirspurn mbl.is. 

Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að grundvöllur leyfis Umhverfisstofnunar og ákvörðunar Skútustaðahrepps um að samþykkja byggingarleyfi sé brostinn vegna þeirra annmarka sem eru á ákvörðun Skipulagsstofnunar.

„Úrskurðarnefndin gerir athugasemd við málsmeðferð Skipulagsstofnunar og rökstuðning hennar. Að mati nefndarinnar lék vafi á því hvort fullnægjandi upplýsingar hafi legið fyrir stofnunina við ákvörðunartökuna og þá var rökstuðningi áfátt. Í úrskurðinum er ekki vikið að því að hótelið þurfi að sæta umhverfismati,“ segir í svari stofnunarinnar. 

Sú lagaumgjörð sem ríkir um umhverfismat og leyfisveitingar gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að veita leyfi fyrr en það liggi fyrir ákvörðun frá Skipulagsstofnun um að framkvæmd skuli ekki háð mati eða að það liggi fyrir álit frá stofnunnin um umhverfismat framkvæmdar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert