Geta leitað stórt svæði hratt og vel

Björk Arnardóttir og björgunarhundurinn Kjarkur. Björk hefur verið í Björgunarhundasveitinni …
Björk Arnardóttir og björgunarhundurinn Kjarkur. Björk hefur verið í Björgunarhundasveitinni í ein 14 ár og er Kjarkur annar hundurinn sem hún þjálfar. Ljósmynd/Aðsend

Hundar gagnast vel við víðavangsleit, að sögn Bjarkar Arnardóttur, ritara Björgunarhundasveitar Íslands. Björgunarhundasveitin stendur nú um helgina fyrir námstefnu að Skógum um víðavangsleit með hundum.

„Ég er kannski ekki alveg hlutlaus,“ segir Björk sem sjálf á 5 ára labradorhundinn Kjark. „Hundar geta leitað stór svæði hratt og vel með lítilli fyrirhöfn. Þeir gagnast þegar það er komið myrkur og við sjáum ekki vel frá okkur því að þeir þurfa ekki að sjá neitt, heldur nota bara nefið. Í svartaþoku og þegar útsýni okkar er takmarkað á einhvern hátt þá nýtast hundar gríðarlega vel.“

Hundar geta leitað stór svæði hratt og vel með lítilli …
Hundar geta leitað stór svæði hratt og vel með lítilli fyrirhöfn. Ljósmynd/Björgunarhundasveit Íslands

Námstefnan um helgina er hluti af Erasmus+-verkefni sem byrjaði fyrir tæpum tveimur árum, en auk Íslands taka systrasamtök Björgunarhundasveitarinnar í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í verkefninu.

Markmið verkefnis er m.a. að efla samstarf á milli landanna, auka þekkingu á þjálfun hunda í leit og vinna að heildstæðu og faglegu starfi sem endurspeglar metnað og fagmennsku þessara samtaka. Mikil þekking hefur enda safnast innan þessara hópa, sem margir eru orðnir sérfræðingar á sínu sviði.

Viðfangsefni helgarinnar er víðavangsleit líkt og áður sagði, en búið er að halda námstefnu um snjóflóðaleit í Noregi og námskeið um rústaleit á Möltu. Þá stendur einnig til að halda sérstakt námskeið fyrir leiðbeinendur.

Um 20 manns taka þátt í námstefnunni. Þar af koma 10 þátttakenda frá Íslandi og taka þeir allir hunda sína með sér, enda verða teknar æfingar þó að námsstefnan fari að mestu fram innandyra þar sem fjallað verður um mismunandi efni tengd víðavangsleit og fyrirlestrar haldnir frá hverju landanna.

Gífurleg vinna liggur líka að baki þjálfun björgunarhunda og er …
Gífurleg vinna liggur líka að baki þjálfun björgunarhunda og er m.a. haldið vikulangt vetrarnámskeið á hverju ári. Ljósmynd/Björgunarhundasveit Íslands.

Mikil vinna í þjálfun björgunarhunda

Björk hefur verið í Björgunarhundasveitinni í ein 14 ár og er Kjarkur annar hundurinn sem hún þjálfar til björgunarstarfa. Hún segir góðan björgunarhund koma sér vel í ýmsum aðstæðum. „Þegar maður er einu sinni kominn með góðan hund við hliðina á sér þá finnst manni maður vera pínku vængbrotinn þegar maður ekki ekki með hann við hlið sér að leita.“

Gífurleg vinna liggur líka að baki þjálfun björgunarhunda. „Þetta er mjög mikil vinna og stanslaus þjálfun,“ segir hún. „Við æfum einu sinni í viku og erum með fjögur víðavangsnámskeið og eitt vikulangt vetrarnámskeið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert