Geti brugðist við með lækkun vaxta

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd.
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd. mbl.is/Ómar

Semjist um hóflegar launahækkanir verður mögulegt að lækka vexti hér á landi. Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, en hann var gestur Silfursins á RÚV í dag. Sagði hann þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við áfallið sem fylgdi gjaldþroti WOW air. 

„Í fyrsta sinn er hægt að bregðast við samdrætti með vaxtalækkun. Vextir eru nú 4,5%, [...] en ef atvinnuleysi fer að vaxa meira, þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til að örva eftirspurn, sem kemur öllum vel,“ sagði Gylfi, en nefndi að lykillinn að þessu væri að þeir sem semdu nú um kaup og kjör gerðu samninga með „hóflegum launahækkunum.“ 

„Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu. Ef hún fer þá leið að semja um miklar hlutfallslegar launahækkanir þá hafa þær þær afleiðingar að verðlag mun hækka og fólk fer að búast við verðbólgu og þá verður ekki hægt að lækka vexti, þá þurfa þeir að fara upp og helst meira en verðbólgan,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert