Eigum við nóg af rafmagni fyrir rafbíla?

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju. K100/Ásgeir Páll

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda.

Jón Trausti er þeirrar skoðunnar að nægt framboð verði af rafmagni eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. 15% bifreiða á landinu eru knúin áfram eingöngu af rafmagni og ljóst er að eftirspurnin eftir slíkum bílum fer vaxandi. Í þættinum færði Jón Trausti rök fyrir þeirri skoðun sinni að ekki yrði rafmagnsskortur á landinu þrátt fyrir aukninguna á rafbílum fram undan þó að áðurnefnd skýrsla Landsnets um 10 ára kerfisáætlun geri ráð fyrir að við munum ekki ráða við framleiðslu á rafmagni fyrir flotann árið 2022.  

Sjá má viðtalið við forstjóra Öskju í spilaranum hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert