Ekki verður leitað í dag

Frá leitinni við Dyrhólaey á aðfangadag.
Frá leitinni við Dyrhólaey á aðfangadag. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Leitinni að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur, sem talið er að hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey, verður ekki framhaldið í dag vegna slæmra veðurskilyrða á leitarsvæðinu.

Þetta sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í morgunfréttum RÚV.

Ákvörðun um áframhaldandi leit verður tekin í kvöld en stefnt er að því að halda leit áfram um helgina.

Leitað var að konunni bæði á Þorláksmessu og aðfangadag án árangurs. Ekkert hafði spurst til hennar síðan á föstudagskvöldið. Engin formleg leit var í gær en björgunarsveitin Víkverji í Vík fór á leitarsvæðið í gærmorgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert