Leit að Rimu lokið í dag

Félagar í Björgunnarsveitin Víkverja í Vík í Mýrdal. Í bakgrunni …
Félagar í Björgunnarsveitin Víkverja í Vík í Mýrdal. Í bakgrunni eru klettarnir á lágeyju Dyrhólaeyjar sem talið er að Rima hafi fallið í sjóinn. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Leit að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur, sem talin er hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey, er lokið í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvort leit verði haldið áfram á morgun. 

Ekkert hefur spurst til Rimu síðan á föstudag, en á bilinu 60 til 70 björgunarsveitarmenn leituðu við strandlengju Suðurlands í dag. Talsvert brim var og gerði það leitarmönnum nokkuð erfitt fyrir á sumum stöðum. 

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi, eru björgunaraðilar engu nær um afdrif Rimu, en leitinni lauk um klukkan 16 í dag. Tekin verður ákvörðun um næstu skref vegna leitarinnar í kvöld og þá helst um hvort henni verði haldið áfram á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert