Staðfest smit orðin 174

Heilbrigðisstarfsmaður með andlitsgrímu.
Heilbrigðisstarfsmaður með andlitsgrímu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðfest smit af völdum kórónuveirunnar hérlendis eru komin í 174, að því er kemur fram á upplýsingavefnum Covid.is.

Alls er 1.751 í sóttkví en 1.868 sýni hafa verið tekin.

162 tilfelli eru á höfuðborgarsvæðinu, 9 á Suðurlandi, 1 á Norðurlandi eystra og 1 á Suðurnesjum, auk þess sem eitt smit er óstaðsett.

Fyrr í dag voru smitin 171 og hefur þeim því fjölgað um þrjú síðan þá.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert