Sex ný smit – ekki færri frá 8. mars

Þríeykið.
Þríeykið. Arnþór Birkisson

Sex ný smit kórónuveirunnar greindust undanfarinn sólarhring. Alls greindust fjögur á veirufræðideild Landspítala en tvö hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fleiri sýni voru tekin en daginn áður, 1.263 hjá Íslenskri erfðagreiningu en 292 hjá veirufræðideild.

Ekki hafa færri ný smit greinst á einum sólarhring síðan 8. mars er fimm smit greindust. Fjöldinn er þó í samræmi við síðustu daga en undanfarna daga hafa greind smit verið 7-15 á degi hverjum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti á blaðamannafundi almannavarna í gær á að eðlilegt væri að sjá sveiflur milli daga meðal annars vegna þess að mismikið er skimað.

Alls hafa nú 1.760 smit kórónuveirunnar greinst. Drjúgur meirihluti, 1.291, hefur náð bata en virk smit eru 460. Þá eru níu látnir hér á landi af völdum veirunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert