Kallar til neyðarstjórn borgarinnar

Dagur B. Eggertsson hefur kallað til neyðarstjórn borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson hefur kallað til neyðarstjórn borgarinnar. Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur kallað til neyðarstjórn borgarinnar til að fara yfir þær breytingar á þjónustu og útfærslu sem breyttar reglur og samkomubann kalla á, segir borgarstjóri í facebookfærslu.

„Allar líkur eru á mikilli útbreiðslu sjúkdómsins þegar liði að hausti ef ekkert er að gert,“ skrifar Dagur. Hann vonar þó að inngripið verði tímabundið.
„Ljóst er þessar ákvarðanir hafa mikil áhrif á bæði fólk og fyrirtæki í borginni og landinu öllu. Verður því að vona að þetta afgerandi inngrip hafi tilskilin áhrif og verði tímabundið. Staðan verður eðli málsins metin reglulega næstu daga. Allar ákvarðanir eru teknar í því ljósi að ekkert hefði meiri neikvæð áhrif en útbreiddur faraldur, bæði á heilbrigði og efnahag. Mikið er því undir að vel takist til.“
Hann segir ljóst af samtölum dagsins að yfirstjórn borgarinnar sé tilbúin að takast á við verkefni næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert