Hefðum ekki átt að taka myndina

„Ég fullvissa fólk um það að ég sé að gera mitt besta, og ég mun áfram segja að einstaklingsbundnar sóttvarnir sé mikilvægast verk okkar í þessari veiru.“ Þetta sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, í frétta tíma RÚV í kvöld.

Deilt hefur verið um myndir sem birtar voru á samfélagsmiðlum og sýndu vinkonuhitting ráðherra, þar sem minna en tveir metrar voru á milli einstaklinga.

Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðherra hefði átt að passa betur upp á tveggja metra regluna, en að hún hafi ekki brotið neinar reglur.

„Ég skil vel hvernig þetta kom við fólk. Þessi myndataka af okkur í einum hópi, þrátt fyrir að strangt til tekið skiljist mér að það sé ekki brot á neinum reglum, að þá var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana.“

Hún segist hafa talið að hún væri að fylgja reglum, en að þríeykið hafi útskýrt reglurnar á upplýsingafundi í dag og hún muni taka það til sín. Hún geri sér grein fyrir því að allir séu orðnir langþreyttir á veirunni; það hafi ekki verið þannig að hún hafi þurft á fríi að halda heldur hafi hún hafi átt langþráðan dag með vinkonum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert