„Við erum á bólakafi í þessu“

„Við erum á bólakafi í þessu. Fólk hér hefur mikinn …
„Við erum á bólakafi í þessu. Fólk hér hefur mikinn áhuga á þessu og ég hugsa að þó maður myndi setja byssu upp að höfðinu á þeim þá yrði þeim ekki haldið frá því að leita að skilningi,“ segir Kári. mbl.is/Ásdís

Íslensk erfðagreining beinir enn sjónum sínum að kórónuveirunni þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað í kjölfar þess að reglur voru hertar á landamærunum, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra ÍE.

Til að mynda er ÍE nú að hefja rannsókn á frumubundnu ónæmi fyrir veirunni og segir Kári að ÍE reyni með rannsókninni að sanna að fólk þurfi ekki að mynda mótefni fyrir veirunni eftir að það hefur smitast þar sem það myndi frumubundið ónæmi og geti því ekki smitast aftur.

„Við erum búin að taka inn í hús veirufræðirannsóknarstofu Landspítalans og því búin að sameina þessar rannsóknarstofur. Í stað þess að við séum að vinna hér og þau séu að vinna þar þá erum við öll að vinna saman. Þannig er hægt að samnýta fólk og tæki,“ segir Kári. 

Myndi mjög sterkt frumubundið ónæmi

ÍE heldur áfram að raðgreina þær veirur sem greinast í fólki hérlendis og eru sem stendur að hefja rannsókn á frumubundnu ónæmi. 

„Við erum búin að gera mjög stóra rannsókn á mótefni í fólki sem leiddi í ljós að um 9% þeirra sem sýktust hafa ekki myndað mótefni. Við erum að reyna að sýna fram á að það sé í lagi vegna þess að þetta fólk myndi mjög sterkt frumubundið ónæmi,“ segir Kári.

„Við erum á bólakafi í þessu. Fólk hér hefur mikinn áhuga á þessu og ég hugsa að þó maður myndi setja byssu upp að höfðinu á þeim þá yrði þeim ekki haldið frá því að leita að skilningi,“ bætir Kári við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert