Fresta því að fjarlægja ristarhliðin

Bændur lýstu mikilli óánægju með áform Vegagerðarinnar um að fjarlægja …
Bændur lýstu mikilli óánægju með áform Vegagerðarinnar um að fjarlægja tvö ristarhlið í Skagafirði. mbl.is/Golli

Sveitarfélög og bændur í Skagafirði eru óánægð með áform Vegagerðarinnar um að fjarlægja ristarhlið á hringveginum en það hyggst stofnunin gera í framtíðinni vegna þess að Matvælastofnun, MAST, fær ekki fjármuni til að endurnýja hliðin.

Sérstök hætta er talin á að riða berist yfir Héraðsvötn, af svæðinu í kringum Varmahlíð, þar sem riða virðist grassera, og yfir í Tröllaskagahólf sem er að mestu riðufrítt, fyrir utan Svarfaðardal. Vegagerðin hefur frestað því að fjarlægja hliðin.

Ristarhlið á hringveginum og víðar eru gjarnan hluti af sauðfjárvarnarlínum sem marka 25 varnarhólf vegna riðu og annarra sauðfjársjúkdóma. Ríkið á þessar girðingar og kostar viðhald þeirra og ákveður ráðherra hverjum skuli haldið við.

Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fékk nýlega upplýsingar um að Vegagerðin áformi að fjarlægja þrjú ristarhlið á hringveginum, við Héraðsvötn í Skagafirði og Gauksmýri og Stórhól í Vestur-Húnavatnssýslu. Nefndin brást illa við og krafðist þess í ályktun að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert