Fimm ný innanlandssmit

Frá skimun við gamla Orkuhúsið þar sem skimun fer fram.
Frá skimun við gamla Orkuhúsið þar sem skimun fer fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm ný inn­an­lands­smit kór­ónu­veiru greind­ust á sameiginlegri deild sýkla- og veiru­fræðideildar Land­spít­al­ans og Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Þrjú smit greind­ust við landa­mær­in, tvö smitanna eru virk en mótefnamælingar er beðið í þriðja tilvikinu. 

Þetta kem­ur fram á covid.is. Allir þeir sem greind­ust inn­an­lands voru í sótt­kví. 

Alls eru 111 í ein­angr­un en enginn er á sjúkra­húsi. 1.020 eru í sótt­kví. Því hefur þeim sem eru í sóttkví og einangrun fækkað aðeins á milli daga en 113 voru í einangrun þegar tölur um það voru birtar í gær og 1.072 í sóttkví.

491 sýni var tek­ið á sameiginlegri deild sýkla- og veiru­fræðideildar Land­spít­al­ans og Íslenskrar erfðagreiningar, 172 í annarri skimun hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og 1.283 við landa­mær­in.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert