Sóðaskapur sem er engum til sóma

Aðkoman er oft óskemmtileg fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar.
Aðkoman er oft óskemmtileg fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar.
„Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar hafa ekki undan að hreinsa gámasvæðið og fara með umframruslið sem skilið er eftir í alfaraleið. Sú vinna er eðlilega á kostnað annarra verkefna á vegum þjónustumiðstöðvar bæjarins sem gengur auðvitað ekki,“ segir í frétt á Facebooksíðu Seltjarnarnesbæjar. 


Tekin hefur verið ákvörðun um það fjarlægja grenndargáma við verslunarmiðstöðina Eiðistorg vegna slæmrar umgengni. Er íbúum á svæðinu bent á að nýta sér endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda í staðinn. 
„Tilgangur gámanna átti að vera aukin þjónusta við bæjarbúa en það hljóta allir að vera sammála um að þessi sóðaskapur og umgengni er engum til sóma hvorki íbúum né bæjarfélaginu,“ segir á síðu Seltjarnarnesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert