Sviptu ungan mann frelsi

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarhald til 21. október grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi, beitt hann ofbeldi og hótað honum að þeir myndu beita ættingja hans ofbeldi ef hann greiddi þeim ekki háa fjárupphæð.

Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra varð að kröfu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að mennirnir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir voru handteknir deginum áður, þriðjudag, á Akureyri af sérsveit ríkislögreglustjórans og lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Sakborningar voru fluttir í gærkvöldi með aðstoð ríkislögreglustjóra í fangelsið á Hólmsheiði. Rannsóknin er enn á frumstigi og lögreglan telur sér ekki fært að tjá sig frekar um málið á þessu stigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert