Ætlar ekki að herða sóttvarnalög

Áslaug Arna á fundinum á föstudag.
Áslaug Arna á fundinum á föstudag. Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekki hafi komið til skoðunar að herða sóttvarnalöggjöf með það fyrir sjónum að herða refsingar fyrir brot á henni. Málið sé unnið með lögreglu og áhersla á að borgaraleg réttindi séu virt.  

Hefur komið til álita að herða reglugjöf og þyngja refsingar fyrir brot á sóttvarnalöggjöf?

„Nei það hefur ekki komið til skoðunar. Það er auðvitað áskorun þegar aðilar eru smitaðir og fylgja ekki reglum samfélagsins, hvort sem það er á þessum tímum eða öðrum. Við eigum í góðu samstarfi við lögregluna um hvernig þetta er gert með bestum hætti án þess að skerða sem mest borgaraleg réttindi fólks,“ sagði Áslaug að loknum fundi þar sem kynntar voru hertar sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert