Kallar eftir aukinni aðkomu einkageirans

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddi heilbrigðiskerfið á Alþingi í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddi heilbrigðiskerfið á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Málið þolir ekki frekari bið að mínu mati, hvað þá meira af biðlistum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í umræðum um störf þingsins í morgun. Þar ræddi hún um langa biðlista og annan vanda heilbrigðiskerfisins. 

Þorgerður sagði að hlepa þyrfti einkageiranum í auknum mæli að borðinu og „kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks“. Þorgerður sagði að Viðreisn hefði allt kjörtímabilið lagt fram tillögur um slíkt en þær hefðu allar verið felldar eða svæfðar. 

„Það er ekki of seint að breyta rétt fyrir ríkisstjórnina, sérstaklega fyrir þá flokka sem kenna sig við einstaklingsfrelsi en hafa lítið stundað það, hvað þá stutt það, enda bera atkvæðagreiðslur þeirra þess merki. Þeir hafa hafa fellt allar tillögur til þess að laða að sjálfstætt starfandi og opinbera aðila til þess að leysa þjáningar fólks,“ sagði Þorgerður. 

„Við þurfum að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins mð því að nýta bæði sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk sem og aðila innan hins opinbera kerfis. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert