Rosaleg fráhvörf

Magn nikótíns í púðunum er oft meira en í tóbaksvörum.
Magn nikótíns í púðunum er oft meira en í tóbaksvörum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef mikla reynslu af notkun nikótínpúða. Ég hef notað þá síðan í október 2019, þegar þeir komu fyrst á markaðinn. Áður notaði ég íslenska neftóbakið í vör,“ segir 28 ára gamall maður sem segist vera mjög háður notkun nikótínpúða.

„Ég er 100% háður þessu. Ég nota fjórar dollur á viku, eða svona 12-15 púða á dag,“ segir hann og segist vilja hætta notkuninni.

„Ég náði einu sinni þremur dögum. Ég fékk hita, uppköst og var veikur. Þetta voru rosaleg fráhvörf, eins og eiturlyfjasjúklingar upplifa. Ég hef lesið lýsingar heróínfíkla í fráhvörfum, mér leið bara þannig. Ég fór svo beint upp í búð, keypti mér dollu og lagaðist á innan við klukkutíma. Ég hef ekki reynt að hætta síðan. Þetta er rosalega sterkt. Þetta er eins og eiturlyf.“

Í Sunnudagsblaði helgarinnar er nánar fjallað um nikótínpúða og rætt við lækni og fagaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert