Guðrún og Njáll leiða lista Sjálfstæðisflokks

Guðrún Hafsteinsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson, nýir oddvitar Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Hafsteinsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson, nýir oddvitar Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Samsett

Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjöríss bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Njáll Trausti Friðbertsson þigmaður gerði slíkt hið sama í Norðausturkjördæmi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæmunum tveimur fóru fram í gær.

Í Suðurkjördæmi hafði Guðrún betur gegn Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem einnig hafði boðið sig fram til að leiða listann, en hann varð annar í prófkjörinu. Í fyrsta sæti munaði 274 atkvæðum á Guðrúnu og Vilhjálmi. Þriðji varð Ásmundur Friðriksson þingmaður, sem hafði óskað eftir öðru sætinu.

Í Norðausturkjördæmi varð Njáll Trausti efstur, en Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem einnig hafði gefið kost á sér til forystu varð þriðji. Önnur í prókfjörinu varð Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur.

Efstu fimm í Suðurkjördæmi:

  1. Guðrún Hafsteinsdóttir, 2.183 atkvæði í 1. sæti
  2. Vilhjálmur Árnason, 2.651 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Ásmundur Friðriksson, 2.278 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Björgvin Jóhannesson, 1.895 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2.843 atkvæði í 1.-5. sæti

Alls kusu 4.533, en nánari sundurliðun atkvæða má sjá hér.

Efstu fimm í Norðausturkjördæmi:

  1. Njáll Trausti Friðbertsson, 816 atkvæði í 1. sæti
  2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 708 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Gauti Jóhannesson, 780 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Berglind Harpa Svavarsdóttir, 919 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Ragnar Sigurðsson, 854 atkvæði í 1.-5. sæti

Alls kusu 1.570.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert