Vilja leggja niður Útlendingastofnun

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Refugees in Iceland, Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, No Borders og Samstaða er ekki glæpur, hafa boðað til mótmælafundar gegn því sem þau kalla „ómannúðlega meðferð á flóttafólki og kerfisbundnu ofbeldi Útlendingastofnunar“ á morgun, sunnudag klukkan 13 á Austurvelli.

„Við fordæmum ítrekaða ómannúðlega meðferð á fólki á flótta og kerfisbundið ofbeldi Útlendingastofnunar auk lögregluofbeldis í vikunni. Það hafa aldrei verið jafn margir á flótta í heiminum og nú og því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi niður Útlendingastofnun og breyti tafarlaust um stefnu í málefnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningu mótmælenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert