Tvö smit greindust hjá bólusettum utan sóttkvíar

Frá skimun vegna Covid-19 á Austfjörðum.
Frá skimun vegna Covid-19 á Austfjörðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir einstaklingarnir voru utan sóttkvíar við greiningu og bólusettir. Uppruni smitanna er enn óþekktur en smitrakning stendur yfir. Í gær greindist einnig einn ferðamaður í vottorðaskimun, á leið úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

„Einhver hópur af fólki hefur nú þegar verið sendur í sóttkví vegna innanlandssmitanna. Ekki liggja fyrir tölur um hvað sá hópur er stór. Eins og áður er haldið áfram að raðgreina hvert og eitt tilfelli sem upp kemur, gert er ráð fyrir að það taki einhverja daga,“ segir í tilkynningunni. 

Þar hvetja almannavarnir fólk til að setja upp eða uppfæra Rakningarappið í símanum. Appið getur hjálpað rakningarteyminu að rekja smit „og má segja að það sé núna í lykilhlutverki, þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. 

Almannavarnir hvetja fólk þá líka til að fara varlega og fara í sýnatöku ef það verður vart við einkenni, hvort sem fólk er bólusett eður ei.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert