Sósíalistar kynna lista í norðausturkjördæmi

Hér má sjá nokkra frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands. (f.v.) Unnur María …
Hér má sjá nokkra frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands. (f.v.) Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, Rúnar Freyr Júlíusson, Guðrún Þórsdóttir, Haraldur Ingi Haraldsson, Margrét Pétursdóttir, Auður Traustadóttir.

Sósíalistar kynntu rétt í þessu lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri er í fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er Margrét Pétursdóttir verkakona og í þriðja sæti Guðrún Þórsdóttir, menningarstjóri og ráðgjafi. 

Fjölbreytt flóra fólks er á lista Sósíalista en þar eru m.a. sirkuslistakona, bóndi, sjómaður, lögfræðingur, prófessor o.s.frv.

Listinn í heild sinni:

  1. Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri
  2. Margrét Pétursdóttir, verkakona
  3. Guðrún Þórsdóttir, menningarstjóri og ráðgjafi
  4. Þorsteinn Bergsson, bóndi
  5. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona og sagnfræðingur
  6. Auður Traustadóttir, sjúkraliði
  7. Rúnar Freyr Júlíusson, námsmaður
  8. Karolina Sigurðardóttir, verkakona
  9. Bergrún Andradóttir, námsmaður
  10. Brynja Siguróladóttir, öryrki
  11. Stefán L. Rögnvaldsson, bóndi og raunsæisskáld
  12. Kolbeinn Agnarsson, sjómaður
  13. Halldóra Hafdísardóttir, myndlistarmaður
  14. Arinbjörn Árnason, fv. bóndi og bifreiðarstjóri
  15. Ari Sigurjónsson, sjómaður
  16. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur
  17. Michal Polacek, lögfræðingur
  18. Katrín María Ipaz, þjónn
  19. Skúli Skúlason, leiðbeinandi
  20. Jóhann Axelsson, prófessor emeritus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert