Boðar langtímaaðgerðir innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að baráttunni við kórónuveiruna sér hvergi …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að baráttunni við kórónuveiruna sér hvergi nærri lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur hæpið að Landspítalinn muni þola þann innlagnaþunga sem fylgir því að u.þ.b. 100 smit greinist innanlands á hverjum degi. Segir hann ekkert benda til þess að faraldurinn sé í rénun hér á landi, þvert á móti sé hann í „línulegum vexti“.

Þetta kom fram í viðtali Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans við Þórólf og Kára Stefánsson sem birt var á facebook-síðu hans í kvöld.

Hann hyggst grípa til aðgerða ef Landspítalinn sendir frá sér neyðarkall, sem sé líklegt að hann geri ef afleiðingar faraldursins fara að hafa meiri áhrif á stöðu annarra sjúklingahópa innan spítalans.

„Ef spítalinn kemur með sitt neyðarkall þá sé ég ekkert í stöðunni en að koma með harðari aðgerðir sem við höfum þurft að nota fyrr til að grípa til. Ég minni á það líka að það er neyðarúrræði að þurfa að gera það en ég tel ekkert annað í stöðunni ef það er orðið það þröngt og það erfitt að það er farið að koma niður á öðrum sjúklingahópum. Þá er ekki um neitt annað að ræða og við erum kannski ekki að sjá bylgjuna fara niður og það eru engin merki um að hún sé að fara niður. Hún er nokkuð stöðug, það er í línulegum vexti,“ segir Þórólfur.

Boðar langtímaaðgerðir

Þórólfur upplýsir í viðtalinu að hann hafi nú þegar skilað inn tillögum til langtímaaðgerða í baráttunni við kórónuveiruna.

„Frá mínum bæjardyrum er ekkert annað í stöðunni en að gera það og vonast til að við náum tökum á henni mjög fljótt og förum þá að hugsa til lengri tíma og ég hef skilað tillögum til ráðherra um langtímaaðgerðir og ég held að við verðum að búa við, sérstaklega aðgerðir á landamærunum til að takmarka komu veirunnar en einhverjar takmarkanir þurfum við líka að hafa hér innanlands held ég. Við sáum hvað gerðist í júlí þegar við afnámum allar takmarkanir innanlands […]“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert