Ögmundur spinnur rauðan þráð

Ögmundur Jónasson með bókina góðu sem var að koma úr …
Ögmundur Jónasson með bókina góðu sem var að koma úr prentsmiðju. mbl.is/Sigurður Bogi

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, sendir nú frá sér sjálfsævisöguna, Rauði þráðurinn, en bókin kemur út í janúar. Þar er farið vítt yfir sviðið og sagt frá kynnum af Ögmundar af samstarfsfólki í útvarpi og sjónvarpi, þingmönnum, samherjum og mótherjum og stofnun Vinstri-grænna.

Í kynningu á bókinni segir að varpað sé nýju ljósi á verkalýðsbaráttu og pólitík og sagt frá atburðum sem legið hafa í þagnargildi. Um þetta segir Ögmundur sjálfur í samtali við mbl.is að öll sín afskipti af samfélagsmálum  - áherslur og sjónarmið - séu í raun rauði þráðurinn í bókinni. Titill hennar hafi í raun komið af sjálfu sér. 

Fjallað er af mikilli nákvæmni um deilurnar um Icesave, ESB-umsóknina og fjárfestingar Huangs Nubos hérlendis, en í kynningu segir að öll þessi mál hafi komist nærri því að fella ríkisstjórn VG og Samfylkingar sem var við völd 2009-2013.

„Mér var í mun að segja söguna á mínum forsendum. Greina frá atburðum og málum sem ég þekki vel og var þátttakandi í. Frá þessu segi ég alveg án biturðar og málefnalega, en geri mér líka grein fyrir að svona saga verður aldrei sögð og skráð þannig að allir séu sáttir,“ segir Ögmundur í samtali við mbl.is. 

Illa komið fyrir VG

Þá rekur Ögmundur samskiptin í ríkisstjórn Samfylkingar og VG og beinir kastljósi einnig að atburðarásinni í kjölfarið.

„Augljóst er að honum þykir nú illa komið fyrir Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og rekur hann hvernig hafi hallað undan fæti, ekki síst varðandi kúvendingu í utanríkismálum,“ segir í kynningu á bókinni sem forlagið Sæmundur gefur út. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert