Skiptir ekki máli hvort sé einkarekin eða opinber

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mbl.is/Unnur Karen

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vilja sjá heilbrigðiskerfið breytast þannig að fólk fái þá þjónustu sem það þarf hér á Íslandi og að það þurfi ekki að leita eftir þjónustu erlendis, t.a.m. með liðskiptaaðgerðir, jafnvel þó sá réttur sé til staðar ef bið fer yfir 90 daga.

„Við eigum sérfræðingana, fólkið og þekkinguna. Þetta er bara spurning um að ýmislegt gangi upp og ná samningum. Kerfið þarf að spila betur saman,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Talsvert hefur verið rætt um þá stöðu sem er uppi þegar kemur að einkarekstri í heilbrigðiskerfinu hér á landi og spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir meðal annars Willum um þessi mál í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudaginn. Benti hún á að Sjúkratryggingar mættu ekki endurgreiða konu tólf hundruð þúsund krónur sem konan borgaði fyrir þjónustu á Klíníkinni, en að borga mætti kostnaðinn ef farið væri á einkaklíník í útlöndum. „Hvers­kon­ar della er þetta? Þetta er pó­lí­tísk ákvörðun fyrst og fremst!“ sagði Þorgerður við það tækifæri.

Spurður út í þessi mál segir Willum að sjúklingurinn eigi að vera í fyrirrúmi. „Ef kostnaðurinn er sá sami óháð því hvar aðgerðin er gerð. Við þurfum að horfa þannig á þetta.“

Skiptir máli í þínum huga hvort um sé að ræða opinbera eða einkarekna þjónustu?

„Nei. Mér finnst þetta eiga að vera algjörlega óháð því,“ segir Willum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert