Sólveig svarar fullum hálsi

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, og Hall­dóra Sig­ríður Sveins­dótt­ir, …
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, og Hall­dóra Sig­ríður Sveins­dótt­ir, nýkjörinn þriðji varaforseti ASÍ og formaður Bárunnar. Samsett mynd

Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af.“

Svo hljóðar endirinn á færslu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi og verðandi formanns stéttarfélagsins Eflingar, vegna ummæla þriðja varaforseta ASÍ í samtali við mbl.is um fjármál Eflingar vegna gerð nýrrar vefsíðu félagsins. Nemur kostnaður hennar rúmar 20 milljónir króna og hefur hann sætt ámæli.

„Ef fólk hef­ur eitt­hvað fyr­ir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjár­drátt­ur hlýt­ur fólk að hugsa það og kalla til fé­lags­fund­ar og fara yfir þau mál inn­an fé­lags­ins,“ sagði Halldóra Sigríður Sveinsdsóttir, formaður bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, í samtali við mbl.is fyrr í dag.

Viðbjóðsleg aðför

Í færslu á Facebook skömmu eftir birtingu fréttarinnar vandar Sólveig Anna Halldóru ekki kveðjurnar og ásakar hana um að taka þátt í „viðbjóðslegri aðför gagnvart sér, Viðari Þorsteinssyni fyrriverandi framkvæmdastjóra Eflingar, og Anda Sigurðssyni vefaranum.

Hún segir Halldóru hafa nákvæmlega ekkert í höndunum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar. „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!

Ekki búið að hafa samband vegna rannsóknar

Þá segir Sólveig að ekki sé búið að hafa samband við Viðar af hálfu Eflingar vegna rannsóknar starfandi formanns félagsins og að ekki sé búið að hafa samband við hann (eða hana) af hálfu ASÍ vegna áhyggna um „fjárdrátt“ innan Eflingar. 

Enda er þetta mál allt uppspuni og lygar frá starfandi formanni félagsins. Nákvæmlega ekkert annað. En það stoppar ekki Halldóru; nei, hún er til í að taka þátt í enn einni aðförinni að mannorði Viðars og mínu.

Hún er til í að vera ein af þeim sem notast við hina viðbjóðslegu aðferð hinna siðlausu: að ljúga bara nógu mikið og oft um fólk í þeirri vissu um að allavega einhverjir muni trúa ógeðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert