Mjólkurverð hækkar um 6,6%

Mjólk er bráðholl og í raun ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin …
Mjólk er bráðholl og í raun ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á.

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda um 6,6% og heildsöluverð bæði mjólkur og mjólkurafurða um 4,47% og mun verðbreytingin taka gildi í dag. Hækkun á verði til neytenda mun fylgja þessum hækkunum. 

Ástæða hækkunar kaupverðs mjólkur frá bændum er aukinn kostnaður við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá því 1. desember á síðasta ári, þegar Verðlagsnefnd tók síðast ákvörðun um verðlagningu. Gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabúa hafa hækkað um 6,6% á tímabilinu og er þar líka tekið tillit til hækkunar á áburði. Einnig hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður hækkað um 2,14%, sem skýrir hækkunina á heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða. 

Þetta þýðir að lágmarksverð fyrir einn lítra af mjólk úr fyrsta flokki er nú 111,89 krónur, en var 104,96 krónur.

Verðákvörðun verður endurskoðuð í maí þegar skoðun á vafaatriðum sem tengjast sérstökum stuðningi sem greiddur var til móts við áburðarverðhækkanir liggur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert