Sólartorg í miðbænum senn tilbúið

Mósaíkverk Gerðar setur mikinn svip á umhverfið.
Mósaíkverk Gerðar setur mikinn svip á umhverfið. mbl.is/sisi

Nú styttist í að líf færist í „sólartorgið“ sem hefur verið útbúið sunnan við Tollhúsið í Tryggvagötu. „Torgið er ekki alveg tilbúið en vonir standa til að það klárist að fullu í maí,“ segir Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Við endurgerð Tryggvagötu voru bílastæði sunnan Tollhússins aflögð og þess í stað útbúið svæði til útivistar, í skjóli fyrir norðanáttinni. Eftir er að setja síðasta yfirborðsefnið á svæðið. Þetta er herðir sem þarf að setja á yfirborðið í jafnhita við 10 gráður. Því er beðið eftir heppilegum aðstæðum.

Mósíakmynd Gerðar áberandi

Á Tollhúsinu er stórt mósaíklistaverk eftir Gerði Helgadóttur og hefur verið unnið að hreinsun þess. Áslaug Taustadóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun, sem hafði umsjón með hönnun torgsins, segir mósaíkmynd Gerðar einstaka. Hún hafi hingað til verið falin og fái nú að njóta sín miklu betur. Það hafi hins vegar verið áskorun að hanna torg sem myndi ekki taka athygli frá þessu fallega verki og því hafi verið ákveðið að hafa þarna steypt torg fremur en hellulagt.

„Það er flísalögn í kringum listaverkið með íslensku gabbrói sem er mjög sérstakt. Markmiðið er að stela ekki athygli frá verkinu með því að koma með nýtt mynstur þarna inn með hellulögn. Góð leið til að gera það var að steypa torgið.“

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert