Innkalla vegna plasts

Fæðubótarefnið er selt í verslunum og apótekum víða um land, …
Fæðubótarefnið er selt í verslunum og apótekum víða um land, þar á meðal Apótekaranum, verslunum Hagkaupa, Heimkaupum, Krónunni og Lyfju. Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Plast fannst í töflu frá fæðubótarefninu Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum og hefur varan því verið innkölluð frá neytendum og sala á henni stöðvuð.

Heilsa hf., dreifingaraðili vörunnar, hefur ákveðið þetta í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

„Ástæða innköllunarinnar er að aðskotahlutur (plast) fannst í töflu og aðskotahlutir í matvælum geta gert þau óhæf og ekki örugg til neyslu,“ segir í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins.

Bent á að neyta ekki vörunnar og skila henni

Fæðubótarefnið er selt í verslunum og apótekum víða um land, þar á meðal Apótekaranum, verslunum Hagkaupa, Heimkaupum, Krónunni og Lyfju.

Neytendum sem keypt hafa Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum með lotunúmerinu 2501-1211, eða sem best er fyrir febrúar 2025, er bent á að neyta hennar ekki og farga, skilað henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt eða snúa sér beint til Heilsu ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert