Spár sýna 10 til 15 daga þurrk í Reykjavík

Heilt yfir mun þó teljast fremur í kalt í veðri …
Heilt yfir mun þó teljast fremur í kalt í veðri við þessar aðstæður. Kristinn Magnússon

Mjög lítilli úrkomu er spáð næstu 10 til 15 daga heilt yfir landið, en á suðvestanverðu landinu er ekki að vænta rigningardropa. 

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veltir upp spurningunni, í grein á veðurvefnum Bliku, hvort það muni haldast alveg þurrt í Reykjavík næstu 10 til 15 daga.

Á 10 daga spá ECMWF á Brunni Veðurstofu Íslands er appelsínubrúnn flekkur yfir öllu landinu og stóru hafsvæði umhverfis það. Sá litur gefur til kynna að heildar úrkoma verði innan við 25 prósent af samanlagðri meðalúrkomu árstímans.

Á 10 daga spá ECMWF á Brunni Veðurstofunnar er appelsínubrúnn …
Á 10 daga spá ECMWF á Brunni Veðurstofunnar er appelsínubrúnn flekkur yfir öllu landinu og stóru hafsvæði hér í kring. Kort/blika.is

Þegar nánar er að gáð sýna spákort enga úrkomu suðvestanlands, en annars staðar telst úrkoman aðeins nokkrir millimetrar. 

Kort frá GFS spálíkaninu sýnir enga úrkomu suðvestanlands.
Kort frá GFS spálíkaninu sýnir enga úrkomu suðvestanlands. Kort/blika.is

Einar útskýrir hvernig veðurkerfin snúa á haus um þessar mundir og halda haustrigningum þannig víðs fjarri. Heilt yfir verður háþrýstisvæði við landið og lægð suður í höfum. 

Þekkt veðurfarskennileiti, Íslandslægðin og Azoreyjahæðin munu einfaldlega hafa sætaskipti næstu daga með þessum afleiðingum. Sjáum hvernig uppsafnaðar úrkoman myndar hálfgerðan snúð umhverfis lægðasvæðið suðvestur af Írlandi.“

Sjáum hvernig uppsafnaðar úrkoman myndar hálfgerðan snúð umhverfis lægðasvæðið suðvestur …
Sjáum hvernig uppsafnaðar úrkoman myndar hálfgerðan snúð umhverfis lægðasvæðið suðvestur af Írlandi. Kort/blika.is

Október hefur verið úrkomusamur mánuður hingað til. Í Reykjavík hefur úrkoman nú þegar mælst 64 millimetrar. Þó ekkert rigni eða snjói það sem eftir er mánaðarins, hefur hún þú þegar náð tveimur þriðju hluta meðalúrkomu októbermánaðar. 

Á Akureyri hafa 137 millimetrar safnast í úrkomumælinn. Þó ekkert komi til viðbótar, sem er þó ólíklegt að mati Einars, er magnið nú þegar tvöföld meðalúrkoma mánaðarins.

Kuldapollar myndast í hægviðrinu

Einar beinir því næst sjónum að hitaspám. Þegar gerir hæglætisveður að hausti verður dægursveiflan í hitanum áþreifanleg, að hans sögn. 

Kalt verður gjarnan fjarri sjó og kuldapollar myndast í hægviðrinu. Við sjávarsíðuna mótast hitinn frekar af sjónum úti fyrir.  Heilt yfir mun þó teljast fremur í kalt í veðri við þessar aðstæður, síst kannski austur með suðurströndinni og á Austfjörðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert