Þjóðargjöf afhent á morgun

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við þurfum að leita sífellt nýrra leiða til að efla íslenskuna og vekja áhuga ungmenna á mikilvægi menningararfsins. Stjórnvöld reka fjölbreytt verkefni í því skyni og stefnan er alveg skýr,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar og viðskiptaráðherra.

Á ábyrgðarsviði hennar í ríkisstjórn er allt sem viðvíkur íslensku máli, sem verður sérstaklega í deiglunni í dag, 16. nóvember, sem er Dagur íslenskrar tungu.

Framhald mála er svo að á morgun, fimmtudag, verður kynnt þjóðargjöf; það er 550 eintök af heildarútgáfu Íslendingasagnanna til mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana. Þarna eru sögurnar allar í fimm binda útgáfu Sögu-forlags, sem kom út í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Þjóðargjöfin er styrkt af fjölmörgum fyrirtækjum, en þannig mátti koma þessu máli í kring sem Lilja Alfreðsdóttir segir hafa verið mjög mikilvægt.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert