Ekki áfellisdómur yfir störfum framkvæmdastjóra

Framræst. Með því að fylla aftur upp í skurði sem …
Framræst. Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi. mbl.is/RAX

Helmingur rekstrargjalda Votlendissjóðs á árinu 2021 fór samkvæmt ársreikningi í launakostnað en aðeins um þriðjungur í framkvæmdakostnað. Starfsemi sjóðsins hefur verið skorin niður og samið hefur verið um starfslok við framkvæmdastjóra sjóðsins, eins og mbl.is greindi frá í gær.

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir ekki hægt að horfa eingöngu í launakostnað og þykir leitt hvernig umræðan hefur að ákveðnu leyti snúið að störfum framkvæmdastjóra.

Framkvæmdakostnaður lægri en umfang sýnir

„Ístak hefur staðið mjög þétt við bakið á Votlendissjóði allt frá stofnun sjóðsins og fyrirtækið hefur gefið sjóðnum framkvæmdir sínar og þar fyrir utan er sjóðurinn á mjög góðum kjörum hjá öðrum verktökum.“

Þannig segir Ingunn að framkvæmdakostnaður sé mun lægri en umfang starfseminnar sýnir.

„Það breytir því þó ekki að við höfum afkastað mjög litlu miðað við það því sem hægt væri að afkasta. Þar hafa ytri aðstæður meira að segja, eins og fjallað hefur verið um,“ segir Ingunn og heldur áfram.

Starfslok að frumkvæði framkvæmdastjóra

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs.
Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. Ljósmynd/Votlendissjóður

„Ákvörðunin um að semja við framkvæmdastjórann um starfslok var eingöngu tekin vegna þess að fyrirséð var að það yrði lítið að gera. Stjórn og framkvæmdastjóri voru sammála um það og starfslokin voru í raun að frumkvæði framkvæmdastjóra.“

Ingunn segir skipta mestu í þessari umræðu að ýmsir þætt­ir hafi haft nei­kvæð áhrif á öfl­un jarða til end­ur­heimt­ar vot­lend­is.

„Fjárhagslega hvata hefur skort­ til land­eig­enda. Þá höfum við beðið eft­ir form­legri staðfest­ingu á áhrif­um end­ur­heimt­ar vot­lend­is á los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá ís­lensku vot­lendi. Skort­ur hefur verið á vott­un sem og skort­ur á slag­krafti af hálfu stjórn­valda í mála­flokkn­um.“

Verkefnin fram undan verða kláruð

Þá segir Ingunn að þau tvö verkefni sem standi fyrir dyrum verði kláruð.

„Nú, ef framkvæmdaleyfi væru fyrir hendi á fleiri jörðum þá myndum við auðvitað ráðast í þau.“

Ingunn segir verkfræðistofuna Eflu halda utan um það verkefni að safna saman íslenskum rannsóknum á áhrif endurheimtar votlendis á losun gróðurhúslofttegunda frá íslensku votlendi í ritrýnda grein.

„Þar með taldar verða nýjar rannsóknir Landgræðslunnar. Vonir standa til að því verkefni verði lokið í haust og að sátt náist um vísindalegu viðmiðin að baki verkefninu.

Þá vonum við að vottunin fáist undir lok árs eins og áætlunin frá Eflu segir, en við þurfum að sjá hvernig gengur og hvort það stenst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert