Íslendingar meðal þeirra bestu í umferðinni

Nýjar tölur ESB sýna að Íslendingar standa sig vel í …
Nýjar tölur ESB sýna að Íslendingar standa sig vel í umferðinni en Ísland er eitt þeirra Evrópulanda þar sem fæst banaslys verða í umferð. mbl.is/Jón Helgi

Íslendingar hafa bætt stöðu sína í umferðaröryggi, samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Evrópusambandsins yfir fjölda látinna í umferðinni miðað við höfðatölu í ríkjum Evrópu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Á seinasta ári voru Íslendingar í þriðja sæti með fæst banaslys á höfðatöluá eftir Norðmönnum og Svíum, en þá voru banaslys jafn mörg og árið áður.

Samkvæmt meðaltölum áranna 2018-2022 er Ísland í fjórða sæti og einu þjóðirnar sem stóðu sig betur voru Noregur, Svíþjóð og Bretland. Á fimm ára tímabilinu þar á undan var Ísland í níunda sæti.

Súlurit er frá Stjórnarráði Íslands.

Ýmsir þættir hafa stuðlað að bættra öryggi í umferð hér á landi, enda fjölmargir aðilar sem stuðla að eflingu umferðaröryggis, t.a.m. innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Vegagerðin, lögreglan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og fleiri. Ökutæki eru orðin öruggari, vegir betri og ökumenn færari. Fræðsla og forvarnir, einkum til erlendra, hefur skilað sér vel og hvatning um bætta hegðun í umferð sömuleiðis.

Í tilkynningunni frá stjórnarráðinu lýsir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, því yfir að umferðaröryggi á Íslandi sé, samkvæmt þessum gögnum, eitt það besta sem finnst í Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert