Kallar eftir afsögn borgarstjóra

Friðjón R. Friðjónsson.
Friðjón R. Friðjónsson.

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallaði í dag eftir afsögn borgarstjóra í ræðu um fjárhag Reykjavíkurborgar. Hann hvatti til þess að Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, taki við nú þegar í stað þess að bíða til næsta árs.

Friðjón sagði að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar væri þannig að á meðan Dagur B Eggertsson hafi setið í borgarstjórn hafi skuldir borgarinnar á íbúa margfaldast og ítrekað hafi áætlanir brugðist.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Friðjón spurði borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að því hvað þeir ætli að láta blekkja sig oft, í ljósi þess að fyrri meirihluti hefði ekki sagt satt í leikskólamálum, ekki satt um fjárhagsstöðu borgarinnar og núna ætli þeir að trúa borgarstjóra um aðgerðir til lausn fjárhagsvanda borgarinnar.

„Þess vegna færi best á því að borgarstjóri Dagur Eggerstsson bíði ekki fram í janúar á næsta ári segi af sér hér og nú og láti verðandi borgarstjóra eftir stjórn borgarinnar. Hann hefur siglt þessari skútu í strand og það er smá von um að nýr borgarstjóri geti tekið í taumana. Geti veitt betri verkstjórn en sá sem nú situr tímabundið í stól borgarstjóra,“ sagði Friðjón í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert