Bíða enn niðurstöðu matsgerða um fjártjón

Enn er beðið niðurstöðu matsgerða um fjártjón vegna hins mikla …
Enn er beðið niðurstöðu matsgerða um fjártjón vegna hins mikla vatnsleka í janúar árið 2021 þegar 60 ára göm­ul kaldavatnsæð gaf sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta bíða enn niðurstöðu matsgerða um fjártjón vegna hins mikla vatnsleka í janúar árið 2021 þegar 60 ára göm­ul kaldavatnsæð við Suður­götu gaf sig.

Þetta staðfestir Stefán A. Svensson hæstaréttarlögmaður í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is en Stefáni var falið að gæta hagsmuna Háskóla Íslands í málinu.

Höfnuðu 224 milljóna króna skaðabótakröfu

Dóm­kvadd­ur yf­ir­matsmaður vinn­ur nú að yf­ir­mati á tjón­inu en Veitur og VÍS höfnuðu 224 milljóna króna skaðabótakröfu frá Háskólanum í maí á síðasta ári.

Mis­tök voru gerð við fram­kvæmd­ir á veg­um Veitna við Suður­götu sem ollu því að kaldavatnsæðin fór í sund­ur þannig að vatn flæddi inn í bygg­ing­ar há­skól­ans, að því er bráðabirgðaniður­stöður grein­ing­ar starfs­fólks Veitna leiddu í ljós skömmu eft­ir lek­ann.

Húnsæðið verið tekið í notkun á ný

Lek­inn var um 500l/​s og stóð í 75 mín­út­ur áður en náðist að loka fyr­ir og runnu því út um 2.250 tonn af vatni.

Há­skóla­torgið og Gimli urðu verst úti vegna lekans en húsnæðið var tekið aftur í notkun á yfirstandandi skólaári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert