Fá ekki mastur í Fljótshlíðina

Fljótshlíð. Mynd úr safni.
Fljótshlíð. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur hafnað beiðni Íslandsturna um heimild til að reisa 18 metra hátt fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu á lóð spennistöðvar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð.

Ástæðan er mikil andstaða við áformin sem fram kom í grenndarkynningu. Sveitarstjórinn segir að sveitarfélagið sé tilbúið til samstarfs við Íslandsturna um aðra hentuga staðsetningu mastursins.

Íslandsturnar hf. eru dótturfélag bandaríska fjárfestingarsjóðsins Digital Bridge Group sem keypti flestar stærri sendastöðvar Sýnar og Nova.

Umsókn fyrirtækisins um að koma upp 18 metra háu mastri á Breiðabólsstað mætti andstöðu í grenndarkynningu þar sem mikill fjöldi athugasemda barst, að því er fram kemur í bókun sveitarstjórnar. Ástæðan er sú að mannvirkið þótti áberandi í umhverfinu. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert