Trúlega hefði ráðuneytið átt að hjálpa meira

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings.
Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hefði kannski átt að kjósa en það voru bara ekki komnar neinar reglur þá um biskupskosningu.“

Þetta segir Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, um þá ákvörðun sína að að fram­lengja ráðning­ar­tíma bisk­ups Íslands, Sr. Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur, um eitt ár frá 1. júlí 2022 þegar skip­un­ar­tími henn­ar var liðinn.

„Þá gefur kjörstjórn bara út kjörbréf“

„Við slítum þessu sambandi við ríkið um áramótin 2022 en trúlega hefði nú ráðuneytið átt að hjálpa okkur meira í þessu. Agnes var á vegum ráðuneytisins með forsetabréf,“ segir Drífa og bætir því við að um sé að ræða mál sem þurfi að skýra mikið betur.

Þjóðkirkj­an gerði ráðning­ar­samn­ing til 28 mánaða við Sr. Agnesi sama dag og for­seti kirkjuþings ákvað að fram­lengja ráðning­ar­tím­ann. Ragn­hild­ur Ásgeirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bisk­ups­stofu, skrifaði und­ir samn­ing­inn fyr­ir hönd Þjóðkirk­unn­ar en hún er und­irmaður bisk­ups.

„Við erum búin að fara núna í gegnum tvennar vígslubiskupskosningar og þar er enginn ráðningarsamningur gerður, þá gefur kjörstjórn bara út kjörbréf og það er í raun eini ráðningarsamningurinn sem gildir. Svo er það kjaranefnd á okkar vegum sem ákvarðar launin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert