Hafði ekki umboð

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings ákvað sjálf að framlengja starfstíma sr. Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um eitt ár. Aðspurð hvort hún hefði haft umboð kirkjuþings eða heimild til þess gjörnings svaraði Drífa: „Nei, ég gerði þetta með aðstoð lögfræðinga. Það var bara ég ein sem var á vaktinni. Það var í raun neyðarbrauð hjá mér að gera þetta. Þetta samkomulag gilti til 1. júlí 2023.“

Drífa kvartar yfir því að hafa ekki fengið nægjanlega leiðsögn frá dómsmálaráðuneytinu, sem fer með málefni kirkjunnar. „Sr. Agnes var réttkjörin biskup 2012 sem síðan framlengdist um fimm ár og þegar sá tími var liðinn, 2022, hefði ráðuneytið átt að aðvara okkur um að hennar kjörtímabili væri lokið,“ segir Drífa.

Áttuð þið ekki að vita það sjálf?

„Við gerðum það náttúrlega, en þá var ekkert kirkjuþing í gangi og þess vegna gerði ég þetta samkomulag við hana sr. Agnesi, til þess að hjálpa henni og hún væri ekki ein um það að meta sitt hæfi. Ég vissi að þetta var á gráu svæði, en ég held að þetta skipti ekki lengur máli.“

Ef þú hafðir ekki umboð til þess að framlengja skipunartíma biskups, er þá ekki biskupinn líka umboðslaus þar með?

„Algjörlega. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta gæti farið þannig,“ segir Drífa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert