„Þurfum að hafa hraðari hendur“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég er búinn að kanna það hjá öllum stóru orkufyrirtækjunum hvaða orkuöflunarkosti þau eru með á prjónunum því ég hafði áhyggjur af því hvað þau væru sein í gang og einnig að þau væru ekki að nýta þá orkukosti sem eru í nýtingarflokki,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Fram kom í raforkuspá Landsnets sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær að þörf væri á fleiri virkjunum til viðbótar þeim sem áformaðar eru nú þegar, auk stækkunar á virkjunum sem þegar eru fyrir hendi. Einnig þurfi að horfa til fjölbreyttari orkugjafa eins og vindorku og sólarorku.

Í algjörum forgangi

Guðlaugur Þór segir orkuöflunarmálin í algerum forgangi hjá sér, enda hafi hann margítrekað að afla þurfi grænnar orku til þess að unnt verði að ná markmiðum um orkuskipti.

Segir hann að undirbúningur að fjórða áfanga rammaáætlunar sé í gangi og stefnt að því að koma fram með það mál á vorþingi 2024.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið hjá orkufyrirtækjunum þá eru þau að vinna í öllum þeim kostum sem nú eru í nýtingarflokki rammaáætlunar en eru komin mislangt áleiðis með þá. Niðurstaðan er sú að við þurfum að hafa hraðari hendur, bæði hvað varðar orkuöflun, bætta nýtingu og orkuskipti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert