Málað yfir málningu mótmælenda

Málað yfir rauðar málningarslettur á hvalveiðiskipi Hvals hf.
Málað yfir rauðar málningarslettur á hvalveiðiskipi Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmenn Hvals búa nú skip fyrirtækisins undir siglingu þrátt fyrir mótmæli tveggja hvalveiðiandstæðinga. Einn starfsmaður málar yfir rauða málningu sem skvett var á skipið í mótmælum á föstudaginn.

Tveir mótmælendur klifruðu upp í möstur Hvals 8 og Hvals 9 í nótt og hlekkjuðu sig þar við möstrin. Hafa mótmælendurnir verið þar síðan, en fyrst komu slökkvilið og lögregla á vettvang og reyndu að koma öðrum mótmælandanum niður án árangurs.

Sérsveit lögreglunnar virðist nú hafa tekið yfir vettvanginn.

Elissa og Anahita hlekkjuðu sig við möstur Hvals 8 og …
Elissa og Anahita hlekkjuðu sig við möstur Hvals 8 og Hvals 9 í nótt. Lögreglu tókst ekki að ná Anahitu niður í morgun og sitja þær því enn sem fastast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ana­hita Baba­ei er ann­ar tveggja mótmælendanna og segist hún hafa læst sig við mastrið til að mótmæla hvalveiðum Hvals. Hinn mótmælandinn er Elissa Bijou, en þær hafa báðar birt myndir og myndskeið af aðgerðum sínum á Instagram.

Elissa sýndi í einu myndskeiðanna frá því þegar lögreglan reyndi að ná Anahitu niður úr mastrinu og segir hún að sími Anahitu hafi verið gerður upptækur. Þá varar hún einnig við að sími sinn sé orðinn rafmagnslítill.

Segir Elissa að hún hafi gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að skipin færu út til veiða í dag eftir að stjórnvöld heimiluðu Hval að halda til veiða á ný.

Um sé að ræða veiðar á langreyðum sem séu dýr í útrýmingarhættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert