Páll: Íslenskt stjórnmálasiðferði af öðrum toga

Páll Magnússon tjáir sig í kjölfar tíðinda af stólaskiptum eftir …
Páll Magnússon tjáir sig í kjölfar tíðinda af stólaskiptum eftir afsögn Bjarna Benediktssonar. Samsett mynd

„Það má færa ákveðin rök fyrir því að í allri þeirri leðju lögbrota, siðleysis og getuleysis, sem einkenndi Íslandsbankasöluna í fyrrasumar, sé vanhæfi fjármálaráðherra einna veigaminnst.“

Þetta segir Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og útvarpsstjóri, en hann skrifar á Facebook um þær breytingar sem formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu í dag.

Þar kom fram að Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir myndu skiptast á ráðherrastólum, eftir að Bjarni sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra á þriðjudag.

Íslenskt stjórnmálasiðferði af öðrum toga

Páll, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2016 til 2021, heldur áfram:

„Engu að síður ákvað ráðherrann að segja af sér og sagðist þannig axla ábyrgð í samræmi við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, þótt hann væri ekki sammála henni,“ skrifar hann.

„Í lauslegri könnun í löndunum í kringum okkur finnast engin dæmi þess, að ráðherra, sem sagt hefur af sér vegna ávirðinga í starfi, taki við öðru ráðuneyti í sömu ríkisstjórn. Má af þessu ráða hversu mjög íslenskt stjórnmálasiðferði er af öðrum toga en það sem tíðkast í nágrannalöndunum,“ skrifar Páll.

„En kannski má segja að þetta séu viðeigandi málalok á þessu „farsælasta hlutafjárútboði Íslandssögunnar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert