Frjálsir ferða sinna og búnir að fá vegabréfin

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir. mbl.is/Óttar

Venesúelabúarnir sem voru fluttir frá Íslandi fyrr í vikunni eru allir orðnir frjálsir ferða sinna í heimalandi sínu og búnir að fá vegabréfin sín.

Þessar upplýsingar fengu íslensk stjórnvöld frá stjórnvöldum í Venesúela eftir óformlegum leiðum.

Spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að verið væri að afla frekari upplýsinga um það sem gerðist. Upplýsingarnar hefðu fyrst verið misvísandi.

„Í fyrstu var fólk frelsissvipt en við fengum síðan upplýsingar um það frá stjórnvöldum eftir óformlegum leiðum að allir séu orðnir frjálsir ferða sinna og hafi verið það eftir sólarhring. Að þetta hafi verið skráningarform hjá venesúelskum stjórnvöldum,” sagði Guðrún.

„Við höfum fengið upplýsingar innan hópsins að allir séu með vegabréfin sín. Við þurfum vitaskuld að staðreyna það sem þarna gerðist og fá nánari upplýsingar innan úr hópnum sem þarna var,” bætti hún við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert